Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lassana Diarra semur við PSG (Staðfest)
Lassana Diarra hefur komið víða við.
Lassana Diarra hefur komið víða við.
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur náð samkomulagi við miðjumanninn Lassana Diarra. Hann hefur skrifað undir samning við PSG sem gildir út næstu leiktíð.

Hinn 32 ára gamli Diarra kemur til PSG á frjálsri sölu eftir að hafa síðasta leikið með Al-Jazira í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Diarra hefur komið víða við á ferlinum. Hann hóf hann hjá Le Havre í Frakklandi, en þaðan lá leiðin til Chelsea. Svo spilaði hann með Arsenal og Portsmouth áður en hann fór óvænt til Real Madrid. Hann var í spænsku höfuðborginni til 2012 en þá fór hann til Rússlands og spilaði með Anzhi Makhachkala og Lokomotiv Moskvu. Diarra fór næst aftur heim til Frakklands, til Marseille áður en hann skellti sér til Al Jazira þar sem hann spilaði nokkra leiki.

Nú er hann kominn í eitt besta lið heims þar sem hann mun spila með Neymar, Mbappe og öllum hinum.

PSG er á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forystu á næsta lið, sem er Lyon.






Athugasemdir
banner
banner
banner