Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. ágúst 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Stjóri Valencia segir Mustafi ekki vera til sölu
Fær ekki að fara til Arsenal
Fær ekki að fara til Arsenal
Mynd: Getty Images
Shkodran Mustafi, varnarmaður Valencia, er ekki til sölu samkvæmt stjóra liðsins, Pako Ayestaran.

Arsene Wenger hefur mikinn áhuga á þessum þýska landsliðmiðverði enda er Arsenal í miklum vandræðum með varnarlínuna hjá sér.

„Mustafi er ekki til sölu og hann mun ekki yfirgefa félagið á næstunni. Forsetinn gaf það út opinberlega að hann væri ekki til sölu og ég verð að trúa henni," sagði Ayestaran eftir 4-2 tap Valencia gegn Las Palmas í gær.

Mustafi hóf leik á varamannabekknum en var skipt inná í leikhléi þegar staðan var 3-2 fyrir Las Palmas.
Athugasemdir
banner
banner