Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. ágúst 2017 05:55
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Kemst Liverpool í riðlakeppnina?
Liverpool taka á móti Hoffenheim í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar
Liverpool taka á móti Hoffenheim í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fara fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Flest augu beinast að leik Liverpool og Hoffenheim sem fram fer á Anfield.

Liverpool er í góðri stöðu eftir fyrri leik liðanna en þeir unnu frábæran 2-1 útisigur í Þýskalandi í síðustu viku. Það voru þeir, Trent Alexander-Arnold og James Milner sem skoruðu þessi tvö gríðarlega mikilvægu útivallarmörk. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18:45

Danska liðið FCK tekur á móti Qarabag á Parken á sama tíma. Qarabag vann fyrir leik liðanna í Aserbaídsjan, 1-0, og á danska liðið því ágætis möguleika á að komast í riðlakeppnina.

Alla leiki kvöldsins í forkeppninni má sjá hér að neðan

miðvikudagur 23. ágúst

Meistaradeild Evrópu
18:45 Liverpool - Hoffenheim (Stöð 2 Sport)
18:45 CSKA Moskva - Young Boys
18:45 FCK - Qarabag
18:45 Steaua Búkarest - Sporting LIssabon
18:45 Slavia Prag - APOEL Nicosia
Athugasemdir
banner
banner