Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. september 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Adam fer aftur til Brighton á reynslu
Mynd: Getty Images
Adam Ægir Pálsson hefur verið boðið að fara aftur til enska félagsins Brighton and Hove Albion á reynslu en Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Adam fór til Brighton á reynslu á dögunum en þá æfði hann með U16, U18 og U21 árs liði félagsins auk þess sem hann spilaði tvo æfingaleiki.

Adam er fæddur árið 1998 en hann er í 3. flokki hjá Breiðabliki.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Brighton en það eru Emil Ásmundsson og Ragnar Már Lárusson sem spila með vara og unglingaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner