Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. september 2017 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino um Aurier: Gerðist oft hjá mér
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel og börðumst," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 3-2 sigur á West Ham í dag.

Tottenham komst 3-0, en West Ham náði að minnka muninn og þeir voru ekki langt frá því að jafna leikinn.

„Við áttum skilið að vinna leikinn. Þeir voru miklu betri þegar við vorum einum færri og þeir reyndu mikið að koma boltanum inn í teiginn. En við náðum að halda út og vinna leikinn."

Serge Aurier, bakvörður Tottenham, fékk mjög heimskulegt rautt spjald í stöðunni 3-1. Það hefði getið kostað Tottenham. Pochettino var spurður út í það af blaðamönnum eftir leik.

„Ég skil það vel að þetta er fótbolti. Hann átti ekki skilið að fá fyrsta gula spjaldið. Seinna spjaldið, stundum gerist svona. Þetta gerðist of hjá mér þegar ég var að spila. Liðið er mjög ánægt með hann og hann hefur aðlagast vel síðan hann kom."

Sjá einnig:
Aurier minnti á sig - Heimskulegt rautt spjald
Athugasemdir
banner
banner
banner