Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. október 2016 18:08
Kristófer Kristjánsson
Conte: Þetta er sigur sem eykur sjálfstraustið
Conte að biðja um stuðning áhorfenda
Conte að biðja um stuðning áhorfenda
Mynd: Getty Images
„Við vildum sýna metnaðinn okkar og gefa stuðningsmönnunum ástæðu til að fagna, sýna þeim að síðasta tímabil var slæmt og við ætlum að breyta því," sagði ánægður Antonio Conte eftir að leikmenn hans í Chelsea fóru illa með keppinauta sína í Manchester United.

Chelsea gjörsigruðu Jose Mourinho, sinn gamla lærimeistara, og hans sveina í Man Utd þrátt fyrir að flestir höfðu spáð fyrir um jafnan og spennandi leik.

„Þetta var frábær byrjun og svo héldum við áfram að spila góðan fótbolta með mikilli ákefð í okkar leik. Við héldum líka hreinu sem var mikilvægt, þetta er sigur sem eykur sjálfstraustið," sagði Ítalinn en hann vildi hinsvegar ekki tjá sig um atvikið í fyrri hálfleik þegar David Luiz virtist fara með takkana í hnéð á Marouane Fellaini.

„Ég sá það ekki. Mér fanst Luiz spila frábærlega í dag en ég get ekki sagt til um hvort hann hefði átt að fá rautt spjald."

Conte var einnig spurður um leikrænar tilraunir sínar til að vekja áhorfendur á Stamford Bridge undir lok leiks." „Ég var að hlusta á stuðninginn sem Manchester United fékk stanslaust allan leikinn, svo ég bað okkar stuðningsmenn um að klappa fyrir okkur. Mér fannst leikmennirnir mínir eiga það skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner