Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. október 2017 14:00
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #3
Geoffrey Castillion er orðaður við FH og Stjörnuna.
Geoffrey Castillion er orðaður við FH og Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur sýnt Atla Guðna áhuga.
Stjarnan hefur sýnt Atla Guðna áhuga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson er eftirsóttur en hann gæti verið á förum frá FH.
Emil Pálsson er eftirsóttur en hann gæti verið á förum frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði verður mögulega aðstoðarþjálfari hjá Fjölni.
Indriði verður mögulega aðstoðarþjálfari hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir er eftirsótt.
Alexandra Jóhannsdóttir er eftirsótt.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Guðjón Orri er orðaður við nokkur lið.
Guðjón Orri er orðaður við nokkur lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur vakið áhuga á Ítalíu.
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur vakið áhuga á Ítalíu.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Andy Pew er mögulega á leið í Vestra.
Andy Pew er mögulega á leið í Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjaftasögurnar ganga í íslenska boltanum og komið er að þriðja slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #1 (25.09)
Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #2 (01.10)



Valur: Íslandsmeistararnir fengu tvo menn í síðustu viku og þeir eru ekki hættir. Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson hjá Stjörnunni er í viðræðum við Val og þá hefur félagið áhuga á að fá Andre Bjerregaard frá KR.

Stjarnan: Garðbæingar hafa rætt við Atla Guðnason hjá FH og Geoffrey Castillion framherja Víkings en þeir eru báðir samningslausir. Hafsteinn Briem hefur verið orðaður við Stjörnuna en hann hefur ákveðið að yfirgefa ÍBV. Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson gæti verið á leið aftur í Garðabæinn en hann er á förum frá Selfyssingum. Hólmbert Aron Friðjónsson gæti farið út en Sandefjord hefur áhuga á honum.

FH: Ekki er ljóst hver verður aðstoðarþjálfari FH en Úlfar Hinriksson og Guðmundur Benediktsson hafa verið orðaðir við stöðuna við hlið Ólafs Kristjánssonar. Báðir störfuðu þeir með Ólafi hjá Breiðabliki á sínum tíma. Geoffrey Castillion, framherji Víkings, hefur rætt við FH-inga og Pablo Punyed, miðjumaður ÍBV, er einnig áfram orðaður við FH. Þá gæti varnarmaðurinn Hafþór Þrastarson gengið til liðs við uppeldisfélag sitt FH á nýjan leik en hann spilaði með Selfossi í sumar.

KR: Í Vesturbænum er vilji til að halda framherjanum Andre Bjerregaard en samningaviðræður ganga illa.

Grindavík: Emil Lyng í KA, Davíð Örn Atlason í Víkingi R. og Atli Sigurjónsson í Þór eru á óskalistanum í Grindavík en þeir eru allir samningslausir. Andri Rúnar Bjarnason er á leið út í atvinnumennsku en hann er að ræða við félög í Noregi og Svíþjóð. Sandefjord og Helsingborg hafa verið nefnd til sögunnar þar.

KA: Mjög rólegt er yfir málum hjá KA þessa stundina. Heimir Guðjónsson var orðaður við þjálfarstöðuna eftir að hann hætti með FH en þær sögur eru ekki jafn háværar í dag.

Breiðablik: Emil Pálsson, miðjumaður FH, er sterklega orðaður við Blika en hann gæti einnig reynt fyrir sér erlendis. Samningur Emils er að renna út hjá FH en Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, þekkir til hans eftir að Emil var á láni í Fjölni á sínum tíma. Alfreð Már Hjaltalín, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, er líka á óskalistanum en hann vill spila í Pepsi-deildinni.

Víkingur R.: Í Fossvogi stendur yfir leit að aðstoðarþjálfara til að fylla skarð Bjarna Guðjónssonar sem fór í KR. Jóhannes Harðarson, aðstoðarþjálfari Start, og Úlfur Blandon, fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals, eru orðaðir við stöðuna. Víkingur er á meðal félaga sem vilja fá Andre Bjerregaard frá KR og Emil Pálsson frá FH. Davíð Örn Atlason er samningslaus og mögulega á förum.

ÍBV: Henrik Bödker gæti tekið við sem aðstoðarþjálfari hjá ÍBV en hann er á förum frá KR. Henrik varði mark ÍBV sumarið 2007. Eyjamenn vilja fá Emil Pálsson líkt og fleiri félög. Sindri Snær Magnússon er eftirsóttur en hann verður líklega áfram í Eyjum. Eyjamenn hafa einnig rætt við markverðina Guðjón Orra Sigurjónsson og Svein Sigurð Jóhannesson. Guðjón Orri er uppalinn í Eyjum og gæti verið á heimleið.

Fjölnir: Indriði Sigurðsson gæti komið til Fjölnis sem aðstoðarþjálfari með Ólafi Páli Snorrasyni. Ólafur Páll vill fá Emil Pálsson með sér frá FH. Ólafur Páll vill líka fá Guðmund Karl Guðmundsson aftur í Grafarvoginn frá FH. Varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson gæti einnig komið frá Stjörnunni en hann er mögulega á förum frá Garðabæjarliðinu.

Fylkir: Óttar Bjarni er orðaður við Fylki líkt og Fjölni.

Keflavík: Ekki er öruggt að markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson verði áfram hjá Keflavík en hann er samningslaus. Stefán Logi Magnússon eða Sveinn Sigurður Jóannesson gætu komið í markið ef Sindri verður ekki áfram. Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, og Atli Sigurjónsson hjá Þór eru einnig á óskalistanum en þeir eru samningslausir.

Pepsi-deild kvenna:

Breiðablik: Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður KR, er á óskalista Breiðabliks. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður úr Haukum, er einnig áfram á óskalistanum.

Valur: Elín Metta Jensen og Laufey Björnsdóttir hafa báðar sagt upp samningum sínum við Val en þó er ekki öruggt að þær fari frá félaginu. Valur vill líka fá Alexöndru frá Haukum.

ÍBV: Í Eyjum er lagt mikið kapp á að halda landsliðskonunni Sigríði Láru Garðarsdóttur sem og Rut Kristjánsdóttur. Markvörðurinn Adelaide Anne Gay og varnarmaðurinn Adrienne Jordan fóru til Svíþjóðar og Þýskalands á reynslu og ekki er ljóst hvort þær verði áfram í Eyjum.

FH: Jasmín Erla Ingadóttir úr Fylki er á óskalista FH sem og Alexandra í Haukum.

Grindavík: Halldór Björnsson, fyrrum þjálfari U17 ára landsliðs karla, gæti tekið við Grindavík eftir að Róbert Haraldsson hætti störfum.

KR: Róbert Haraldsson, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, er á óskalistanum sem næsti þjálfari KR.

Inkasso-deildin

ÍA: Skagamenn vilja fá Gunnlaug Fannar Guðmundsson varnarmann úr Víkingi R. og vinstri bakvörðinn Sindra Scheving sem var í láni hjá Haukum frá Val í sumar. Alexander Már Þorláksson gæti einnig komið til ÍA frá Kára.

HK: Markverðirnir Guðjón Orri Sigurjónsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson hafa rætt við HK. Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis Fáskrúðsfjarðar, hefur verið orðaður við HK.

Leiknir R.: Ingvar Ásbjörn Ingvarsson er líklega á förum frá Leikni.

Þór: Sæþór Olgeirsson, framherji Völsungs og markahæsti leikmaðurinn í 2. deildinni í sumar er á óskalista Þórs en KA hefur einnig sýnt honum áhuga líkt og kom fram í síðasta slúðurpakka. Þór hefur einnig áhuga á Admir Kubat, varnarmanni Þróttar í Vogum. Mikil óvissa ríkir um það hvort framherjinn Jóhann Helgi Hannesson verði áfram hjá Þór en hann er samningslaus og að skoða sína stöðu.

Haukar: Hafþór Þrastarson, varnarmaður Selfyssinga, er á óskalista Hauka.

Selfoss: Selfyssingar gætu reynt að fá Ragnar Þór Gunnarsson framherja Tindastóls í sínar raðir.

Fram: Varnarmaðurinn Kristófer Jakobsson Reyes gæti verið á förum frá Fram.

ÍR: Björgvin Stefán Pétursson gæti komið til ÍR frá Leikni Fáskrúðsfirði og Hafþór Þrastarson er einnig á óskalista ÍR.

Njarðvík: Í Njarðvík er horft yfir til nágrannanna í Víði Garði en varnarmennirnir Jón Gunnar Sæmundsson og Unnar Már Unnarsson eru orðaðir við Njarðvíkinga sem og kantmaðurinn Dejan Stamenkovic. Gonzalo Zamorano Leon, leikmaður Hugins, er líka á óskalistanum. Hins vegar er óvíst hvort markvörðurinn Hörður Fannar Björgvinsson verði áfram hjá Njarðvík.

1. deild kvenna

Fylkir: Jasmín Erla Ingadóttir er eftirsótt en Fylkir er að reyna að halda henni innan sinna raða.

Keflavík: Ítalska félagið Apulia Trani vill fá framherjann Sveindísi Jane Jónsdóttur í sínar raðir. Fjórar íslenskar stelpur hafa gengið til liðs við ítölsk félög að undanförnu og þeim gæti átt eftir að fjölga ennþá meira.

2. deild karla:

Grótta: Varnarmaðurinn Andri Þór Magnússon er á förum frá Gróttu.

Vestri: Varnarmaðurinn reyndi Andy Pew er í viðræðum við Vestra en hann er á förum frá Selfyssingum.

4. deild karla:

Kórdrengir: Kórdrengir eru stórhuga fyrir næsta sumar og vilja fá markvörðinn Ingvar Þór Kale frá ÍA. Pólski kantmaðurinn Patryk Stefanski, sem spilaði með ÍA í sumar, gæti einnig gengið til liðs við Kórdrengi.

Reynir Sandgerði: Sandgerðingar vilja fá markvörðinn Aron Elís Árnason aftur í sínar raðir en hann var varamarkvörður Keflvíkinga í sumar. Reynismenn ætla einnig að reyna að halda serbnesku leikmönnunum Dimitrije Pobulic og Strahinja Pajic sem komu til félagsins í júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner