Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. október 2017 13:07
Magnús Már Einarsson
Dyche líklegastur til að taka við Everton - Frá Jóa yfir til Gylfa?
Sean Dyche hefur gert flotta hluti hjá Burnley.
Sean Dyche hefur gert flotta hluti hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, er samkvæmt fyrstu fréttum líklegastur til að taka við Everton eftir að Ronald Koeman var rekinn í dag.

Bæði Daily Mail og Telegraph segja að Dyche sé líklegastur til að taka við Everton.

Jóhann Berg Guðmundsson gæti því misst Dyche sem stjóra hjá Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson fengið hann sem stjóra í staðinn.

Eddie Howe hjá Bournemouth og Marco Silva hjá Watford hafa einnig verið nefndir til sögunnar.

Líklegt þykir að David Unsworth taki tímabundið við Everton til að byrja með og stýri liðinu gegn Chelsea í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.

Unsworth er í dag þjálfari U23 ára liðs Everton en hann lék í vörn liðsins í áraraðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner