Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 23. nóvember 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd undirbýr tilboð í Bale
Powerade
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Lucas Biglia.
Lucas Biglia.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr enska boltanum en þar er nóg að frétta í dag.



Framtíð Gareth Bale hjá Real Madrid er í óvissu eftir 4-0 tapið gegn Barcelona um helgina. Manchester United er að undirbúa tilboð í leikmanninn. (The Sun)

Cristiano Ronaldo var brjálaður eftir tapið og vill fá Rafael Benitez burt. „Annað hvort fer hann eða ég," sagði Ronaldo eftir leik. (Daily Telegraph)

Zinedine Zidane segist ekki vera að taka við Real Madrid en hann er að þjálfa B-lið félagsins. (Daily Mail)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá Lucas Biglia miðjumann Lazio en Manchester United hefur líka áhuga. (Fichajes)

Southampton ætlar að gera allt til að halda Saido Mane. Manchester United hefur áhuga á Mane en Southampton vill að hann skrifi undir nýjan samning. (Daily Express)

Bacary Sagna segist ekki hafa átt að spila gegn Liverpool um helgina. Sagna segist ennþá hafa verið í áfalli eftir hryðjuverkaárásirnar í París. (The Sun)

Manchester United og Arsenal vilja fá Daniele Rugani, varnarmann Juventus, í sínar raðir. (Gazzetta World)

Jesse Lingard er í viðræðum við Manchester United um nýjan samning. Þessi 23 ára gamli leikmaður gæti tvöfaldað laun sín og fengið 50 þúsund pund á viku. (Daily Mirror)

Robin van Persie er á förum frá Fenerbahce en hann er að ganga til liðs við sitt gamla félag Feyenoord. (Daily Express)

Gedion Zelalem, miðjumaður Arsenal, mun framlengja lánssamning sinn hjá Rangers út tímabilið. (Metro)

Francis Coquelin gæti verið frá keppni fram á næsta ár eftir að hafa meiðst gegn WBA um helgina. (Daily Mail)

John Carver, fyrrum stjóri Newcastle, telur að Steve McClaren þurfi að fá fleiri enska leikmenn til félagsins. (Chronicle)

Sam Allardyce, stjóri Sunderland, fór til Frakklands um helgina til að skoða vinstri bakvörðinn Raphael Guerreiro og framherjann Benjamin Moukandjo hjá Lorient. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner