Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. desember 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Neil Lennon ánægður með Eið Smára til þessa
Eiður Smári í leik með varaliði Bolton áður en hann skrifaði undir.
Eiður Smári í leik með varaliði Bolton áður en hann skrifaði undir.
Mynd: Twitter - Bolton
Neil Lennon, stjóri Bolton, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert þegar hann ræddi við blaðamann í dag.

Eiður Smári skrifaði undir hjá Bolton á dögunum eftir að hafa æft með liðinu, en þessi fyrrum leikmaður Barcelona og Chelsea skaust í raun upp á stjörnuhimininn hjá Bolton á sínum tíma.

Eiður Smári hefur spilað tvo leiki fyrir Bolton til þessa og staðið sig vel og er Lennon ánægður með Íslendinginn til þessa.

,,Miðað við að Eiður Smári var með flensu, þá var hann góður. Hann ákvað að spila og stóð sig vel, en hann verður betri og sterkari. Hann er frábær leikmaður og ég var mjög ánægður með framlag hans," sagði Lennon.

Eiður Smári sagðist sjálfur ekki vera kominn í sitt besta form en hann gæti reynst Bolton ansi drjúgur það sem eftir er af tímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner