Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Real Madrid í fínni stöðu
Asensio gerði sigurmarkið í síðasta leik.
Asensio gerði sigurmarkið í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í 8-liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld, en um seinni leiki er að ræða.

Klukkan 18:00 fer Valencia í heimsókn til Deportivo Alaves. Eftir fyrri leikinn er Valencia með 2-1 forystu en Alaves skoraði útivallarmark og á enn góðan möguleika að fara áfram.

Þegar þeim leik er lokið fá Spánar- og Evrópuemeistarar Real Madrid lið Leganes í heimsókn. Fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Madrídinga og var það hinn efnilegi Marco Asensio sem gerði sigurmarkið þegar lítið var eftir af leiknum.

Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir Real Madrid, en það yrði jákvætt fyrir liðið að komast í undanúrslit bikarsins og þeir eru í góðri stöðu til að gera akkúrat það.

Leikir kvöldsins:
18:00 Alaves - Valencia (1-2)
20:30 Real Madrid - Leganes (1-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner