Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 24. febrúar 2017 22:52
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Verða ný andlit hérna á næstunni
Ágúst Gyfason ásamt Guðmundi Steinarssyni aðstoðarmanni sínum.
Ágúst Gyfason ásamt Guðmundi Steinarssyni aðstoðarmanni sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mættum ekki í fyrri hálfleikinn og KR-ingar mættu aggresívir og við lentum bara í vandræðum," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir 3-1 tap gegn KR í Lengjubikarnum í kvöld.

„Þeir stjórnuðu leiknum algjörlega frá A-Ö og 3-0 var alveg sanngjarnt í hálfleik. Ég talaði við strákana í hálfleik og spurði hvort þeir ætluðu að spila heilan leik svona? Við ákváðum að breyta aðeins til og gera taktískar breytingar. Lykilatriðið var að koma og mæta í þennan leik og við gerðum það í seinni hálfleik. Mér fannst við vera nokkuð öflugir í seinni miðað við hvað við vorum lélegir í seinni hálfleik."

Nú eru tveir mánuðir í Íslandsmótið og því var ekki úr vegi að forvitnast um hvort Gústi ætli sér að bæta við sig fleiri leikmönnum fyrir tímabilið.

„Þessi hópur kom saman fyrir viku síðan, útlendingarnir og aðrir. Við þurfum að púsla þessu saman. Í leiknum í dag var líka mikið af breytingum. Við munum eitthvað styrkja okkur, sérstaklega varnarlega. Við erum með fáa varnarmenn og þurfum bæði menn í liðið og backup. Það verða ný andlit hérna á næstunni," sagði Gústi en Igor Taskovic sem kom frá Víkingi í vetur spilaði sem miðvörður í dag.

„Hann leysir náttúrulega báðar stöður en ég hugsa hann sem miðjumann númer eitt. En við þurfum varnarmenn og hafsent. Svo er Viðar Ari að fara út til Brann á mánudaginn og vonandi stendur hann sig mjög vel þar og fær að fara þangað. Það væri flott fyrir hann að láta drauminn rætast. Þá þurfum við einn annan varnarmann."
Athugasemdir
banner
banner