Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. mars 2017 17:27
Elvar Geir Magnússon
72% segja að Kári og Raggi eigi að spila í miðverðinum
Icelandair
Twitter hefur talað!
Twitter hefur talað!
Mynd: Fótbolti.net
Stór meirihluti fótboltaáhugafólks telur að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eigi að halda sig við miðvarðaparið Ragnar Sigurðsson og Kár Árnason í leiknum gegn Kosóvó í kvöld.

Umræða hefur skapast þar sem hvorugur þeirra hefur leikið í langan tíma, Ragnar hefur verið úti í kuldanum hjá Fulham og Kári Árnason verið að glíma við meiðsli.

Ragnar og Kári hafa náð frábærlega saman í hjarta varnar íslenska liðsins en Sverrir Ingi Ingason hefur sérstaklega verið að gera tilkall til sæts í liðinu með góðr spilamennsku hjá Granda í La Liga.

Fótbolti.net stóð fyrir könnun á Twitter þar sem 72% þátttakenda eru á því að Kári og Raggi eigi að spila áfram saman.

Leikur Kosóvó og Íslands hefst 19:45 að íslenskum tíma en byrjunarliðið verður kynnt um klukkustund fyrir leik.

Íslendingar eru bjartsýnir fyrir leikinn en í annarri könnun sem var á forsíðu Fótbolta.net eru 72% á því að Ísland vinni en 14% spá jafntefli.

Þess má geta að Bet365 veðbankinn býst við íslenskum sigri og það nokkuð örugglega. Stuðullinn á Ísland er 1,25 en 14,00 á sigur Kosóvó.
Athugasemdir
banner
banner
banner