Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. apríl 2017 21:15
Stefnir Stefánsson
Valur meistari meistaranna í tíunda sinn
Haukur Páll skoraði sigurmarkið.
Haukur Páll skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 0 FH
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('42)
Lestu nánar um leikinn

Bikarmeistarar Valur og Íslandsmeistarar FH áttust við í Meistarakeppni KSÍ þetta árið en leikið var í logni og blíðu á Valsvelli.

Þessi sömu lið áttust einnig við í Meistarakeppninni í fyrra þar sem að Valsmenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni.

Leikurinn var nokkuð skemmtilegur og skiptust liðin á að sækja.

Á 16. mínútu leiksins héldu Valur að þeir hefðu komist yfir þegar að Kristinn Ingi kom stýrði boltanum í fjærhornið framhjá Gunnari Nielsen í marki FH en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mjög umdeilt þar sem að Þórarinn Ingi Valdimarsson virtist vera samsíða Kristni þegar sendingin kom, en markið dæmt af og staðan því enþá markalaus.

Tveimur mínútum síðar átti Steven Lennon hörkuskot að marki Vals sem að Anton Ari varði stórkostlega í þverslána. Hafnfirðingar nálægt því að komast yfir.

Á 42. mínútu leiksins fengu Valsmenn hornspyrnu. Spyrnuna tók Nicolas Bogild og fór beint á kollin á Hauki Pál sem að þakkaði fyrir sig og skilaði boltanum í netið. 1-0 fyrir Valsmenn og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og Íslandsmeistararnir voru nálægt því að jafna metin tvívegis. Fyrst eftir horn á 52. mínútu en Valsmenn náðu að bjarga á línu. Svo þremur mínútum síðar fékk Kristján Flóki úrvalsfæri til að jafna en honum brást bogalistin.

FH-ingar sóttu án árangurs og Valsmenn vörðust vel, ekki urðu mörkin fleiri og Valur því meistari meistaranna í tíunda skiptið og annað árið í röð eftir sigur á FH-ingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner