Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. maí 2014 15:00
Alexander Freyr Tamimi
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Gleði og sorg í Madrídarborg
Alexander Freyr Einarsson skrifar frá Lissabon
Alexander Freyr Tamimi
Cristiano Ronaldo og félagar freista þess að vinna
Cristiano Ronaldo og félagar freista þess að vinna "La Decima".
Mynd: Getty Images
Atletico hefur átt magnað tímabil.
Atletico hefur átt magnað tímabil.
Mynd: Getty Images
Í fyrsta skiptið í sögu Meistaradeildarinnar mætast lið frá sömu borg í úrslitaleiknum í kvöld, þegar Real Madrid og Atletico Madrid etja kappi.

Atletico Madrid hefur í gegnum tíðina verið litli og hljóðláti nágranni stórveldisins Real, sem freistar þess að fullkomna „Decima“ og vinna Meistaradeildina í 10. skiptið eftir tólf löng ár án þessa titils.

Atletico Madrid hefur hins vegar aldrei unnið Meistaradeildina og einungis einu sinni komist í úrslitaleikinn. En er samt nokkuð hægt að tala um Davíð gegn Golíat í þessu tilfelli?

Atletico Madrid varð á dögunum spænskur meistari í fyrsta skiptið í 18 ár og var þetta í fyrsta skiptið í níu ár sem annað lið en Barcelona eða Real Madrid vann titilinn. Frábær árangur hjá Atletico, sérstaklega í ljósi þess að talið var að Real og Barca væru algerlega að stinga hin liðin af á Spáni.

Atletico mætir fullt sjálfstrausts í þennan leik, og ég tel að flestir hlutlausir haldi með þeim. Real Madrid er stórveldi, þeir hafa eytt ótrúlegum peningum í gegnum tíðina og eru studdir af spænsku konungsfjölskyldunni.

Atletico er hins vegar litli nágranninn. Þeir komast áfram á seiglunni, næla sér í frábæra leikmenn á góðu verði og selja þá tífalt dýrara. Hjá Atletico Madrid verða til stjörnur, á meðan Real Madrid kaupir stjörnur.

Ég er búinn að koma mér vel fyrir hér í Lissabon og það gleður mig að sjá að allt fer fram með stakri prýði. Það er svo magnað að sjá allt þetta fólk komið hingað yfir landamærin til Portúgals, frá sömu borginni, til að horfa á sín lið keppa um stærsta titil félagsliða í heiminum.

Þú gætir verið mættur hingað til að styðja Real Madrid, og rakarinn þinn mættur til að styðja Atletico. Hér eru bræður sem halda með sitt hvoru liðinu, vinnufélagar, skólafélagar, lögregluþjónar og svo margt fleira – þetta fólk býr í kringum hvort annað á hverjum degi og það nær virkilega vel saman hér í Portúgal.

Eins og staðan er núna allavega er rígurinn mjög heilbrigður. Stuðningsmenn beggja liða syngja saman og keppast um að vera háværari en hinn. Stemningin er geðveik.

En eitt er víst. Þegar flautað verður til leiksloka, þá verður dansað, sungið og trallað í Madrídarborg. Það er bara spurning hvaða Madrídarbúar fá að fagna. Hinir munu sitja eftir með sárt ennið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner