Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2015 12:45
Arnar Geir Halldórsson
Glen Johnson staðfestir brottför frá Liverpool
Johnson í baráttu við Cristiano Ronaldo
Johnson í baráttu við Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Glen Johnson mun yfirgefa Anfield í sumar en það hefur legið lengi í loftinu.

Enski bakvörðurinn birtir færslu á Twitter síðu sinni í morgun þar sem hann þakkar fyrir stuðninginn síðastliðin sex ár en hann gekk í raðir Liverpool frá Portsmouth árið 2009.

Samningur hans við Liverpool rennur út í sumar og hefur félagið ekki boðið honum nýjan samning.

Johnson á yfir 200 leiki að baki fyrir Liverpool og á auk þess 54 landsleiki fyrir A-landslið Englands.

Hann mun ekki eiga í vandræðum með að finna sér nýja vinnuveitendur en hann hefur verið mikið orðaður við ítölsk félög í vetur og er þá AS Roma einna helst nefnt til sögunnar.



Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner