Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. júní 2016 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Tindastóll og Vængir Júpiters með sigra
Tindastóll er á toppi 3. deildar
Tindastóll er á toppi 3. deildar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Báðum leikjum dagsins í 3. deild karla er lokið og enduðu þeir báðir með sömu lokatölur.

Á Sauðarkróki fengu heimamenn Þrótt frá Vogum í heimsókn og leit fyrsta markið dagsins ljós á 14. mínútu. Þá skoraði Kenneth Hogg og kom Tindastól yfir.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en snemma í þeim seinni skoraði Sölvi Pálsson og jafnaði fyrir Þróttara.

Sigurmarkið datt fyrir heimamenn eftir klukkutíma leik og skoraði Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson það. 2-1 sigur Tindastóls staðreynd og þeir fara á toppinn í 3. deild á meðan Þróttur Vogum er um miðja deild.

Í hinum leiknum mættust Vængir Júpiters og KFR, en Vængir hafa verið að spila vel hingað til á tímabilinu.

Það hélt áfram með 2-1 sigri á botnliði KFR í kvöld. Atli Hjaltested og Marínó Þór Jakobsson skoruðu mörk Vængja, en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Tindastóll 2 - 1 Þróttur V.
1-0 Kenneth Hogg (´14 )
1-1 Sölvi Pálsson (´52 )
2-1 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (´60 )

Vængir Júpiters 2 - 1 KFR
1-0 Atli Hjaltested (´10 )
1-1 Markaskorara vantar (´15 )
2-1 Marínó Þór Jakobsson (´27 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner