Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júlí 2017 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talið að Swansea hafi hafnað nýja tilboði Everton í Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Swansea er búið að hafna nýju tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson ef marka má frétt frá netmiðlinum Wales Online í kvöld.

Swansea hafnaði 40 milljón punda tilboði Everton fyrir 10 dögum síðan, en í kjölfarið ákvað Gylfa að fara ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Í kvöld greinu helstu fréttamiðlar Bretlands að tilboð Everton í Gylfa hefði hækkað í 45 milljónir punda.

Swansea var þó ekki lengi að hugsa sig um, þeir höfnuðu tilboðinu. Þeir bíða þolinmóðir eftir 50 milljón punda tilboði.

Gylfi vill ólmur komast til Everton, en félagið vonast til þess að hann verði orðinn leikmaður liðsins fyrir leikinn gegn Ruzomberok frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner