Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. september 2017 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri: Sumir sem þökkuðu ekki fyrir leikinn
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli þegar leikmenn Stjörnunnar ákváðu ekki að standa heiðursvörð fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Vals fyrir leik liðanna í Pepsi-deild karla í dag.

Það er hefð fyrir því, bæði hér heima og erlendis, að önnur lið standi heiðursvörð fyrir meistara ef einhverjir leikir eru eftir á tímabilnu. Þetta hefur til að mynda verið mikið gert í Englandi.

Stjarnan ákvað hins vegar ekki að gera þetta fyrir Val, sem varð meistari með því að vinna Fjölni í síðustu umferð.

Sjá einnig:
Stjarnan stóð ekki heiðursvörð fyrir Valsmenn

Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, fór á Twitter eftir leikinn, sem Valur vann 2-1 og sagði áhugaverða hluti.

„Sumir sem þökkuðu ekki einu sinni fyrir leikinn þrátt fyrir að ég reyndi að taka i höndina á þeim. Segir allt," sagði Orri á Twitter.

Tíst hans má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner