Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. október 2014 14:10
Magnús Már Einarsson
Kristinn R klár í El Clasico: Hlöðver Bitjárn gæti bitið frá sér
Hlustaðu á pistilinn hér að neðan
Hlöðver Bitjárn gæti spilað sinn fyrsta leik með Börsungum á morgun.
Hlöðver Bitjárn gæti spilað sinn fyrsta leik með Börsungum á morgun.
Mynd: Getty Images
Kristinn R. Ólafsson hefur lengið búið á Spáni og fylgst með spænskum fótbolta. Kristinn hefur birt á netinu skemmtilegan útvarpspistil fyrir El Clasico á morgun.

,,Bæði Kristinn Rögnvaldur og Ljónylur Messi verða án efa á skotskónum," segir Kristinn í pistlinum skemmtilega en hægt er að hlusta á hann hér að neðan.

Luis Suarez mun spila sinn fyrsta alvöru leik með Barcelona á morgun en hann er búinn að taka út fjögurra mánaða leikbann sem hann var dæmdur í eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini á HM í sumar.

,,Ekki er loku fyrir það skotið að Luis Suárez, er vér nefndum Hlöðver bitjárn á norrænu, leiki sinn fyrsta leik í Madríd eftir bann vegna bits í Brasilíu á heimsparki," segir Kristinn.

Viltu fleiri pistla frá Kristni?
,,Jæja, fótboltafíklar. Hér kemur pistill um el Clásico á morgun... rimmu Madrídinga og Börsunga. Gjöriði svo vel. (Pistla mína í þessum dúr væri hægt að hlusta á á öldum ljósvakans eða í netheimsmiðli ef eitthvert fótboltafíkið fyrirtæki sæi sér hag í að kosta þá)," segir Kristinn. Hafðu samband við Kristinn eða á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner