Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 24. nóvember 2014 17:32
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Roadhouse
Hafsteinn Briem: Sárt að heyra umræðuna um Fram
Hafsteinn Briem er kominn í ÍBV.
Hafsteinn Briem er kominn í ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmiðjumaðurinn Hafsteinn Briem sem á dögunum rifti samningi sínum við Fram hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir að hafa undirritað samninginn á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut.

„Tilfinningin er góð, ég er spenntur fyrir þessu og held að þetta sé nokkuð gott skref hjá mér," segir Hafsteinn sem var að æfa með uppeldisfélagi sínu HK eftir riftunina hjá Fram.

„Þetta var spurning um hvort maður ætlaði að taka slaginn í 1. deildinni eða reyna áfram fyrir sér í efstu deild áfram. Á endanum fannst mér ÍBV það spennandi að ég gat ekki sleppt því tækifæri."

Heimsótti Vestmannaeyjar
Jóhannes Harðarson tók við ÍBV eftir liðið tímabil en Hafsteinn fór til Eyja og skoðaði aðstæður ásamt því að ræða við hann.

„Ég fékk að heyra hver hans stefna hans er í þessu. Mér lýst vel á það og held að hann geti gert góða hluti. Ég hef heyrt góða hluti um hann, hann var atvinnumaður lengi og hlýtur að vita eitthvað. Markmiðið hjá ÍBV er að gera betur og menn vilja vera ofar en í tíunda sæti."

Enn að jafna mig eftir tímabilið
Fram hefur verið mikið í umræðunni en fjöldi leikmanna hefur yfirgefið liðið eftir fall þess niður í 1. deildina.

„Fyrir mig sjálfan er mikið vonbrigðatímabil að baki og maður er í raun enn að jafna sig eftir það. Það er mjög sárt að hlusta á umræðuna um Fram. Það var enginn sem ætlaði sér að fara eftir eitt ár og fáir bjuggust við falli. Ég taldi okkur vera með nægilega góðan hóp til að halda okkur uppi," segir Hafsteinn.

„Eins og allir vita þá var þetta kannski of mikið í einu; fá nýjan óreyndan þjálfara og allir þessir nýju leikmenn. Ég held reyndar að Bjarni geti orðið frábær þjálfari með tímanum, hann þarf bara tíma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner