Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. mars 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Romero yfirgefur Sampdoria í sumar
Mynd: Getty Images
Sampdoria hefur átt gott tímabil undir stjórn Sinisa Mihajlovic og er liðið í harðri baráttu við Napoli, Fiorentina, Lazio og Roma um meistara- og evrópudeildarsæti.

Félagið hefur á síðustu árum fundið og framleitt hágæðaleikmenn sem enda alltaf á því að yfirgefa félagið, eins og Mauro Icardi, Andrea Poli og Shkodran Mustafi hafa gert á síðustu árum.

Nú eru leikmenn á borð við Roberto Soriano, Eder og Sergio Romero líklega á leið frá félaginu í sumar. Soriano er eftirsóttur af Schalke, Inter og Man City á meðan Eder gæti verið á leið til Roma eða Fiorentina.

Romero er sá fyrsti til að staðfesta brottför sína frá félaginu, en hann vill sanna sig á stóra sviðinu enda hefur hann verið byrjunarliðsmarkvörður Argentínu síðustu ár.

,,Markmiðið mitt er að spila fyrir stórt félag, það er draumurinn," sagði Romero, en samningur hans rennur út í sumar.

,,Ég ræð sjálfur hvert ég fer, en er ekki ennþá búinn að ákveða mig. Ég er opinn fyrir öllu, hvort sem það er að vera áfram á Ítalíu eða flytja til Spánar eða Englands.

,,Ég vil spila fyrir stórlið þar sem ég get sannað hvers ég er megnugur."

Athugasemdir
banner
banner