Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. mars 2015 20:57
Alexander Freyr Tamimi
Vine-myndband: Aron Jó skoraði á gamla heimavellinum
Aron Jó mætti á gamla heimavöllinn og skoraði.
Aron Jó mætti á gamla heimavöllinn og skoraði.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson mætti á sinn gamla heimavöll í Árósum með bandaríska landsliðinu í vináttuleik með Dönum.

Aron skaust upp á stjörnuhimininn með liði AGF í dönsku úrvalsdeildinni og var þaðan keyptur til AZ Alkmaar eftir að hafa raðað inn mörkunum.

Þessi fyrrum leikmaður Fjölnis var í byrjunarliði Bandaríkjanna gegn Dönum og finnur sig greinilega vel á gamla heimavellinum. Hann kom Bandaríkjunum nefnilega í 2-1 fyrir skömmu.

Leikurinn er ekki búinn þegar fréttin er skrifuð, en Aron skoraði eftir undirbúning frá sínum gamla félaga hjá AZ Alkmaar, Jozy Altidore. Hér að neðan má sjá markið.


Athugasemdir
banner
banner