Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2015 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Kemst KR á toppinn?
KR fær ÍBV í heimsókn en Fylkir heimsækir Keflavík.
KR fær ÍBV í heimsókn en Fylkir heimsækir Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er komið að næstu umferð í Pepsi-deildinni. Þrír leikir verða í dag og aðrir þrír á morgun.

KR-ingar geta skellt sér á toppinn í bili allavega með því að vinna ÍBV í leik klukkan 17. KR hefur unnið tvo leiki í röð en ÍBV náði í sitt fyrsta stig og skoraði sín fyrstu mörk í 2-2 jafntefli gegn Leikni í síðustu umferð.

Fjölnismenn hafa verið öflugir í upphafi tímabils en þeir mæta Val í kvöld á meðan Keflavík vonast til að vinna sinn fyrsta leik þegar Fylkir heimsækir Nettóvöllinn.

Allir leikirnir verða í beinum textalýsingum hjá okkur.

mánudagur 25. maí

Pepsi-deild karla 2015
17:00 KR-ÍBV (KR-völlur)
19:15 Valur-Fjölnir (Vodafonevöllurinn)
19:15 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)

3. deild karla 2015
14:00 Víðir-Einherji (Nesfisk-völlurinn)

1. deild kvenna A-riðill
14:00 Haukar-ÍR/BÍ/Bolungarvík (Schenkervöllurinn)
14:00 HK/Víkingur-Keflavík (Víkingsvöllur)

1. deild kvenna B-riðill
13:00 Grindavík-Fjölnir (Grindavíkurvöllur)
14:00 Hvíti riddarinn-Álftanes (Tungubakkavöllur)
14:00 Fram-Víkingur Ó. (Framvöllur - Úlfarsárdal)
Athugasemdir
banner
banner
banner