Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. maí 2017 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ziganda tekur við Bilbao (Staðfest)
Úr leik Athletic Bilbao á tímabilinu
Úr leik Athletic Bilbao á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildarfélagið Athletic Bilbao tilkynnti í kvöld ráðningu á Jose Angel Ziganda. Ernesto Valverde er hættur með félagið en hann er orðaður við Barcelona.

Valverde var að renna út á samning í sumar en hann hefur þjálfað Bilbao undanfarin fjögur ár. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu árið 2001 og hefur þá einnig þjálfað önnur félög á borð við Olympiakos og Villarreal.

Luis Enrique hættir með Barcelona í sumar og ætlar félagið að fá Valverde í hans stað.

Bilbao hefur brugðist við því með því að ráða Jose Angel Ziganda sem þjálfara liðsins. Hann lék árum áður með Bilbao auk þess sem hann hefur þjálfað hjá Xerez og Osasuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner