Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. maí 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin um helgina - Liverpool í úrslitum
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur tímabilsins fer fram annað kvöld. Risaslagurinn sem bindur enda á tímabilið verður spilaður í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Liverpool og Real Madrid mætast þar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur komið mikið á óvart í ár en Real er búið að vinna keppnina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

Liverpool vann keppnina 2005 og komst í úrslit 2007 eftir úrslitaleiki við AC Milan í bæði skiptin. Real er búið að vinna Atletico Madrid tvisvar og Juventus einu sinni í úrslitaleiknum síðustu ár.

Það er ekki mikið af meiðslum, Liverpool er án Joel Matip, Alex Oxlade-Chamberlain og Joe Gomez á meðan allir leikmenn Real eru við góða heilsu.

Laugardagur:
18:45 Real Madrid - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner