Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2016 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: HK/Víkingur með fullt hús stiga
Fimm leikir, Fimm sigrar hjá HK/Víkingi
Fimm leikir, Fimm sigrar hjá HK/Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
A riðill
HK/Víkingur 3 - 0 Víkingur Ó.

1-0 Hugrún María Friðriksdóttir (´15 )
2-0 Björk Gunnarsdóttir (´50 )
3-0 Hugrún María Friðriksdóttir (´52 )

HK/Víkingur eru núna einar á toppi A-riðils 1. deild kvenna eftir þægilegan sigur á Víkingi Ó. í morgun.

Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna alla sína leiki og því mátti búast við algjörum hörkuleik.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir þær rauðklæddu, en Hugrún María Friðriksdóttir skoraði markið eftir 15 mínútna leik.

Eftir fimm mínútur í seinni hálfleiknum var staðan orðin 2-0. Björk Gunnarsdóttir skoraði, en aðeins tveimur mínútum eftir mark hennar skoraði Hugrún María sitt annað mark og þriðja mark HK/Víkings.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og 3-0 fyrir HK/Víking því lokaniðurstaðan í þessum leik. Þær eru nú einar á riðilsins með 15 stig eftir fimm leiki. Ólsarar eru með 12 stig úr fjórum leikjum

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner