Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2016 16:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nathan Redmond til Southampton (Staðfest)
Redmond er búinn að færa sig um set
Redmond er búinn að færa sig um set
Mynd: Getty Images
Við greindum frá því áðan að Nathan Redmond væri á leið í læknisskoðun hjá Southampton og nú er (Staðfest) sviginn mættur.

Redmond kemur til Southampton frá Norwich sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Leikmaðurinn gerir fimm ára samning við dýrlingana og er kaupverðið talið nema 10 milljónum punda.

„Southampton vill spila sóknarsinnaðan fótbolta og það stíll sem ég tel að henti mér vel," sagði Redmond.

„Þegar fékk þær fréttir að Southampton hefði áhuga á mér, þá fannst mér það vera rétta skrefið. Ég get þróað leik minn hérna."

Southampton er í leit að nýjum þjálfara eftir að Ronald Koeman hætti hjá félaginu til þess að taka við Everton. Hinn franski Claude Puel er talinn líklegastur í starfið í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner