Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 25. júlí 2014 13:46
Magnús Már Einarsson
Stjarnan mætir Lech Poznan í Garðabæ
Sillfurskeiðin verður í stuði á fimmtudaginn.
Sillfurskeiðin verður í stuði á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan mun mæta pólska liðinu Lech Poznan á Samsung vellinum í Garðabæ næstkomandi fimmtudag. Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stjarnan komst áfram í 3. umferð með sigri á Motherwell í gær og mætir í kjölfarið Lech Poznan á fimmtudag.

Ekki var ljóst hvort að Stjarnan myndi spila í Garðabæ eða á Laugardalsvelli út af kröfum frá UEFA.

Íslensk félög fá hins vegar undanþágu frá kröfunum út þriðju umferð og því fer leikurinn fram í Garðabæ klukkan 18:30 á fimmtudag.

Um 1000 manns komast fyrir í stúkunni í Garðabæ og ljóst er að slegist verður um miðana þegar forsala hefst í næstu viku.

Sjá einnig:
Myndband: Mæta trylltir stuðningsmenn Poznan í Garðabæ?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner