Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. júlí 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reglulega í sumar sýna leikmenn á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net.

Í dag er það Alexander Freyr Sindrason, fyrirliði Hauka, sem gerir það.

Fullt nafn: Alexander Freyr Sindrason

Gælunafn sem þú þolir ekki: Því miður fyrir vini mína þá gef ég ekki færi á mér hér og segi að það sé ekkert gælunafn sem ég þoli ekki.

Aldur: 23

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2010 með stórliðinu ÍH

Uppáhalds drykkur: Appelsín í gleri

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: Þjóðverjinn sér um sýna

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 70 mín og Strákarnir

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens fáir sem eru að fara toppa þann mann

Hef mikið gaman af Twitter en ætli eg skoði ekki mest Instagrammið.

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: “bjoggvelin”, finnst stundum pirrandi hvað ég hlæ mikið af vitleysunni í honum

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er svolítið að skiptast á milli með bláber,sterkan brjóstsykur og þrist eða hockeypulver, hindber og þrist.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “hvenær geturu svo kikt undir bílin hja mér? mitsubishi evo upphækkaður held að það vanti bara að tengja seglana saman og svo er eitthvað vesen á struford naglanum i undir vélinni, væri lika frábært ef þu gætir kikt á vélina hvort allt sé ekki með feldu þar (v300 vél)”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki Kristján Gauti Emilsson, maður einhvern veginn vonaðist bara til þess að hann væri að spila uppfyrir sig þegar maður var að mæta fimleikafélaginu í gamla daga, sama í hvaða íþrótt það var.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þegar ég sé að Haukur Hilmarsson er að klæða sig úr bolnum þá legg ég það í vana minn að klæða mig í föt sem fyrst. Hann er þannig óþolandi.

Sætasti sigurinn: Vinna atvinnumannalið FH í 2.flokk voru mjög fínir sigrar.

Mestu vonbrigðin: Það var sorglegt þegar Haukar komust ekki upp útaf markatölu 2013.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hermann Ágúst Björnsson útaf kynþokka á velli og einnig til þess að fjölga í stúkunni.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Mitt fyrsta og eina verk væri að leyfa 2-3 kalda á leikjum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak og Þórir eru menn sem geta gert frábæra hluti í framtíðinni.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Gunnlaugur Fannar og Gunnar Gunnarsson verða að deila þessum titli saman.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Fanndís Friðriksdóttir algjörir yfirburðir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sindri Scheving, nýt þeirra forréttinda að sitja við hliðin á þvi gríska goði og þegar þú þarft að deleta öllum samskiptamiðlum út á leikdegi til að fá frið þá eru ekkert margir að fara toppa þig.

Uppáhalds staður á Íslandi: Þegar maður situr í brekkunni í Vestmanneyjum í góðra vinahópi og það eru ekki til áhyggjur.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli Snæfells leikurinn frægi verði ekki að vera fyrir valinu 31-0, en það skemmtilegasta við þennan leik er að allir sem tóku þátt í þessum leik skoruðu nema Daði Lárusson sem var markmaður í þessum leik og skiljanlegt svosem að hann skoraði ekki en Birgir Magnús Birgisson spilaði og þrátt fyrir nokkur dauðafærin tókst honum ekki að skora.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Tek alltaf svona 20-30 sek í að tauta um hvað ég nenni ekki að vakna síðan eftir það er ég klár.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með handbolta, NFL og stundum körfubolta. Siðan get ég alveg gleymt mér í að horfa á hinar og þessa íþróttir.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er smá skó perri í mér þannig þetta eru nú ekkert alltaf sömu skórnir en fékk mér eina geggjaða nike hyperwenom hjá hmagasin.is alveg geggjuð búð í alla staði og geggjað fólk sem er þarna og er með geggjaða skó og geggjuð föt og geggjað.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Því miður þá hefur mín skólaganga bara verið mjög léleg complete svo það var ekkert sérstakt.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Ég sá einhvern segja fly on the wings of love með brødrene olsen í þessari spurningu um daginn og eg var ótrúlega sammála því svo eg segi það líka.

Vandræðalegasta augnablik: Hvort þetta flokkist beint undir vandræðalegt eða ekki þá er það þannig að ég eins og margir varnamenn dreymir um að verða framherji einn daginn, á siðasta árinu minu í 2.flokk lofaði Luka Kostic mér þvi að í síðasta leiknum mínum fengi ég að fara fram í seinni hálfleik. Eins og gefur að skilja var ég mjög spenntur fyrir því en þegar 30 min voru liðnar af leiknum potar leikmaðurinn í hinu liðinu boltanum framhjá mér á miðju línunni, ég asnast til þess að fella hann og fæ þar afleiðandi beint rautt spjald. Ekki bara að þetta var mitt eina rauða spjald mitt á ferlinum hingað til þá dó sá draumur um að gerast framherji í sömu andrá. Liðið vann 5-0 og sem betur fer var þetta minn siðasti leikurinn í 2. flokk því öll mörkin okkar komu eftir að ég var farin útaf svo þörf á mínum kröftum var greinlega ekki nauðsyn.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Þórhall Kára bara uppá skemmtanargildið, Davíð Sig. því hann myndi finna kartöflur einhverstaðar og væri ekki lengi að búa til geggjaðar Reykjavik Chips franskar, síðan þyrfti ég eiginlega að taka Daníel Snorra með. Hann einn veit afhverju ég myndi taka hann með mér.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er svona ágætlega málhaltur.
Athugasemdir
banner
banner
banner