Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. ágúst 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Miðjufingurinn upp ef þú ert á leiðinni í Meistaradeildina
Tístinu var síðar eytt
Tístinu var síðar eytt
Mynd: Getty Images
Twitter aðgangur Meistaradeildarinnar varð á mistök eftir leiki gærdagsins.

Það kom endanlega í ljós í gærkvöldi, hvaða lið keppa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tístaði aðgangur Meistaradeildarinnar, reglulega í gegnum kvöldið.

Í lok leiks Bourussia Munchengladbach og Young Boys tísti aðgangurinn mynd af Yann Sommer, markmanni þýska liðsins þar sem hann fagnaði 6-1 sigri. Á myndinni er Sommer með þumalinn uppi og lýsir ánægju sinni með áfangann á að komast í Meistaradeildina.

Tístið fór hins vegar ekki alveg eins og ætlað var, því í staðin fyrir að tísta þumal uppi, tísti aðgangurinn miðjufingurinn uppi. Skilaboðin voru „Miðjufingurinn upp ef þú ert á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar."

Mynd af þessu skemmtilega tísti má sjá í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner