Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. desember 2014 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Martinez: Fjórða sætið er ekki úr augsýn
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton á Englandi, segir að félagið geti enn tekið fjórða sætið í deildinni ef liðinu bæta gengi liðsins í næstu leikjum.

Everton er í ellefta sæti deildarinnar sem stendur en liðið mætir Stoke City á morgun eftir að hafa tapað fyrir Southampton síðustu helgi, 3-0.

Spænski stjórinn telur að Everton eigi meira inni og geti vel náð fjórða sætinu ef það snýr gengi sínu við.

,,Við höfum ekki verið í jafnvægi ef við lítum á úrslitin. Við verðum að læra af leikjum eins og gegn Southampton og við erum núna einbeittir á að ná jafnvægi í okkar leik," sagði Martinez.

,,Fjórða sætið er ekki úr augsýn. Það eru einungis tvö lið sem koma til með að berjast um titilinn svo það eru tvö önnur sæti laus," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner