Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. febrúar 2017 18:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Myndband: Bjargaði lífi andstæðings síns
Martin Berkovec í leik með Slavia Prag
Martin Berkovec í leik með Slavia Prag
Mynd: Getty Images
Óhugnalegt atvik átti sér stað í tékknesku úrvalsdeildinni þegar liðin Bohemians og Slovacko áttust við.

Martin Berkovec, markvörður Bohemians getur þakkað Francis Kone, sóknarmanni Slovacko fyrir að vera á lífi eftir leik liðanna.

Berkovec hafði komið út að enda teigsins þegar samherji hans Daniel Krch hljóp á hann. Berkovec missti meðvitund og gleypti tungu sína í leiðinni.

Kone var fljótur að hugsa og sá að eitthvað alvarlegt hafði gerst og fór strax að athuga hvort Berkovec andaði.

„Ég vil þakka Kone fyrir björgunina í leiknum. Ég er ánægður með hjálpina og takk aftur! sagði Berkovec.

Talið er að Berkovec nái sér að fullu.


Athugasemdir
banner
banner