Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. apríl 2017 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal besta liðið á lokasprettinum
Leikmenn Arsenal fagna markinu í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna markinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er vani hjá Arsenal að skora seint í leikjum, en það gerðu þeir í kvöld, með hjálp frá varnarmanninum Robert Huth, þegar þeir unnu nauman 1-0 sigur á Leicester.

Sjálfsmark Huth á 86. mínútu gaf Arsenal sigurinn og skytturnar eiga enn möguleika á Meistaradeildarsæti.

Þetta mark var það 29. hjá Arsenal á síðasta hálftímanum í leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Það er meira en hjá nokkru öðru liði og því má segja að Arsenal sé besta liðið á lokasprettinum í deildinni.

Þetta mark var gríðarlega mikilvægt fyrir Arsenal sem á möguleika á því að lenda í fjórum efstu sætum deildarinnar.



Athugasemdir
banner