Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. apríl 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið: Víkingur - Fylkir
Laugardag klukkan 18
Alex Freyr er lykilmaður hjá Víkingum.
Alex Freyr er lykilmaður hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrrum leikmaður Víkings.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrrum leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur á laugardagskvöld klukkan 18:00 þegar Víkingur Reykjavík tekur á móti Fylki. Þessum liðum er spáð 11. og 10. sæti deildarinnar í sumar.

Víkingsvöllur er ekki í sínu besta standi eins og við fjölluðum um í gær.



Róbert Örn Óskarsson varði mark Víkings í fyrra en hann verður ekki með í sumar vegna meiðsla. Víkingar eru að vinna í því að fá erlendan markvörð en ef það gengur ekki eftir mun Emil Andri Auðunsson, sem er 17 ára og hefur ekki leikið alvöru leik með meistaraflokki, líklega standa í rammanum.

UPPFÆRT 15:07:
Aris Vaporakis í markið hjá Víkingi R. (Staðfest)

Sölvi Geir Ottesen er mættur aftur heim og í vinstri bakvörðinn er kominn Norðmaður. Nýr Hollendingur hefur verið fenginn í framlínuna stað Geoffrey Castillion sem fór í FH, sá gengur undir nafninu Rikki Té í Fossvoginum.



Fylkir vann 3-2 sigur gegn Fjölni í síðasta æfingaleik sínum fyrir mót og við spáum því að Helgi Sigurðsson haldi sig við sama byrjunarlið og í þeim leik. Albert Brynjar Ingason var þar notaður úti hægra megin en Jonathan Glenn í fremstu víglínu.

Líkleg byrjunarlið:
Valur - KR - föstudag 20
Stjarnan - Keflavík - föstudag 20
FH - Grindavík - laugardag 14
Breiðablik - ÍBV - laugardag 14
Fjölnir - KA - laugardag 16

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner