Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 26. apríl 2018 12:48
Elvar Geir Magnússon
Valsmenn hafa kynnt nýja treyju - Nafn séra Friðriks á kraganum
Mynd: Valur
Í dag kynntu Íslandsmeistarar Vals sérhannaða treyju fyrir sumarið 2018. Treyjan er hönnuð og framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron.

„Í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu séra Friðriks. Það er því við hæfi að tileinka honum og mörgum af bestu sonum og dætrum Vals þessa treyju," segir í tilkynningu Vals.

„Treyjan skartar fæðingarári og nafni sr. Friðriks á kraga hennar og að innan er rituð tilvitnun í frægustu orð hans sem við þekkjum öll „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“. Á treyjuna eru einnig prentuð nöfn 53 leikmanna sem leikið hafa með Val og landsliði Íslands í knattspyrnu, auk þess sem Valsmerkið er sérstaklega veglegt."

Treyjan verður eingöngu notuð í sumar en Valsmenn eiga heimaleik gegn KR á morgun í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

Sjá einnig:
Líkleg byrjunarlið Vals og KR



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner