Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palmer snýr aftur á morgun
Mynd: Getty Images
Cole Palmer, langbesti leikmaður Chelsea á tímabilinu, snýr aftur á völlinn á morgun þegar Chelsea heimsækir Aston Villa annað kvöld.

Palmer missti af leiknum gegn Arsena í miðri viku vegna veikinda.

„Hann hefur æft vel með okkur síðustu daga. Við gerum ráð fyrir því að hann verði klár á morgun, verði hluti af hópnum," sagði Mauricio Pochettino sem er stjóri Chelsea.

Pochettino sagði þá að Levi Colwill og Reece James verði ekki með á morgun. Þeir eru að nálgast endurkomu en eru ekki alveg klárir.

Palmer hefur skorað 20 mörk og lagt upp 8 í 28 deildarleikjum í vetur. Hann var keyptur frá Manchester City síðasta sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner