Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. október 2016 19:00
Magnús Már Einarsson
Valencia sektað eftir flöskukast í stjörnur Barcelona
Leikmenn Barcelona fagna sigurmarkinu fyrir framan stuðningsmenn Valencia.
Leikmenn Barcelona fagna sigurmarkinu fyrir framan stuðningsmenn Valencia.
Mynd: Getty Images
Valencia hefur verið sektað um 1500 evrur (187 þúsund krónur) eftir að áhorfandi henti vatnsflösku í leikmenn Barcelona í leik liðanna um helgina.

Valencia fékk einnig aðvörun frá spænska knattspyrnusambandinu að liðið þurfi mögulega að leika fyrir luktum dyrum ef eitthvað slíkt endurtekur sig.

Stuðningsmaðurinn henti flösku í átt að leikmönnum Barcelona þegar þeir fögnuðu sigurmarki Lionel Messi á 92. mínútu.

Nokkrir leikmenn Barcelona hentu sér til jarðar en þar á meðaðl voru Luis Suarez og Neymar. Messi var brjálaður eftir atvikið og lét áhorfendur heyra það.

Spænska knattspyrnusambandið gagnrýndi leikmenn Barcelona fyrir að fagna sigurmarkinu fyrir framan stuðningsmenn Valencia en bætti við að það réttlætti alls ekki hegðun stuðningsmannsins sem henti vatnsflöskunni.


Athugasemdir
banner
banner