Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. mars 2015 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Blatter vill ekki fjölga Evrópuþjóðum á HM
Evrópa er ekki lengur miðpunktur alheimsins að sögn Blatter.
Evrópa er ekki lengur miðpunktur alheimsins að sögn Blatter.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIFA, tekur ekki vel í beiðni Michel Platini um að Evrópuþjóðir fái fleiri sæti á heimsmeistaramótinu.

Blatter, sem er nú í kosningabaráttu um að hefja sitt fimmta kjörtímabil sem forseti, segir að knattspyrnan hringsnúist ekki um Evrópu lengur heldur sé hún orðin meira alþjóðleg.

Platini var á dögunum endurkjörinn forseti UEFA án mótframboðs og sagði strax að Evrópuþjóðirnar ættu skilið fleiri landslið á HM 2018 og þar eftir. Því er Blatter ósammála.

,,Evrópa er ekki lengur miðpunktur alheimsins," skrifaði Blatter í tímarit FIFA.

,,Á þeim 40 árum sem ég hef starfað hjá FIFA hef ég litið á það sem mitt mikilvægasta verkefni að leiða fótboltann úr Evrópu. Við höfum náð góðum árangri en þetta er ekki búið."

Þeir Luis Figo, Prince Ali bin al-Hussein og Michael van Praag bjóða sig fram á móti Blatter, en kosið verður þann 29. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner