Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. maí 2015 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Godsamskipti
Mynd: Getty Images
Eins og kom fram fyrr í morgun hefur svissneska lögreglan handtekið sex stjórnendur FIFA að beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins og FBI en til stendur að framselja þá alla til Bandaríkjanna í rannsókn á spillingu. Hér að neðan er helsta umræðan á Twitter það sem af er degi.


Tony Barrett, Times:
Það er ekki oft sem maður vaknar og tímalínan lítur út eins og eitthvað úr The Untouchables. #FIFA #FBI

Dan Roan, BBC:
Það gæti verið óskað eftir því að kjörinu á föstudaginn verði frestað, eins og enska knattspyrnusambandið reyndi að fá fram árið 2011 vegna ásakanna um spillingu?

Richard Conway, BBC:
Ég er inni á Baur au Lac hótelinu í Zurich. Jerome Valcke framkvæmdastjóri FIFA var að koma hingað, yppti öxlum og sagðist ekki vita hvað væri að gerast.

Gary Lineker:
Það geta ekki verið til spilltari, og verri samtök á jörðinni en FIFA. Spilaborgin er að hrynja. Tími kominn á breytingar!

Anshel Pfeffer, Haarezt:
Sú yndislega kaldhæðni að #FIFA hefur í marga áratugi reynt að fá kanana til að fá áhuga á "soccer". Þeir náðu allavega augum FBI í staðinn.

Dan Roan, BBC:
Prince Ali sem býður sig fram til forseta FIFA: „Sorgardagur fyrir fótboltann í dag."

Piers Morgan:
Nei, þetta er frábær dagur fyrir fótboltann.

Piers Morgan:
Keisari spillingarinnar: @SeppBlatter #FIFA


Athugasemdir
banner
banner
banner