Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Hansi Bjarna spáir í 4. umferð í Pepsi-deild kvenna
Hans Steinar Bjarnason.
Hans Steinar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Harpa verður fyrirliði hjá Hansa í Draumaliðsdeild AZAZO.
Harpa verður fyrirliði hjá Hansa í Draumaliðsdeild AZAZO.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjórða umferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram á morgun en í kjölfarið tekur við tæplega mánaðar langt hlé í deildinni vegna landsleikja.

Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í leiki morgundagsins.

Þór/KA 3 - 1 KR 3-1 (13:00 á morgun)
Þó að öll lið virðist geta unnið hvert annað í þessari deild held ég að norðanstúlkur verði á endanum aðeins of stór biti fyrir KR sem kemst þó yfir í leiknum.

Valur 1 - 0 FH (14:00 á morgun)
Það hefur enn engum tekist að skora gegn FH í deildinni en það læðist að mér sá grunur að MLV & co í framlínu Vals séu að slípast hratt til. Ef MLV verður ekki búin að skora þá gerir Kristín Ýr það eftir að hún kemur inn á af bekknum á 76. mín.

Fylkir 3 - 0 ÍA (14:00 á morgun)
ÍA með markatöluna 0-7 eftir þrjá leiki. Tækifæri fyrir Berglindi Þorvalds að klifra upp markalistann.

ÍBV 0 - 2 Stjarnan (15:30 á morgun)
Eyjakonur virðast með fínt lið og gætu svo sem valdið usla en Stjarnan er ekki á toppnum að ástæðulausu. Harpa Þorsteins er örugglega brjáluð yfir markalausu jafntefli við Fylki í síðasta leik. Þetta verður Hörputvenna. Set alla vega fyrirliðabandið aftur á hana í Fantasý.

Selfoss 1 - 1 Breiðablik (16:00 á morgun)
Meistarar Blika bara með 1 mark í síðustu tveimur leikjum og mæta sterku liði Selfoss á útivelli.

Fyrri spámenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (4 réttir)
Friðgeir Bergsteinsson (2 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner