Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. júlí 2014 21:08
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-deildin: Víkingar í 3. sætið - FH aftur á toppinn
Igor Taskovic skoraði tvö í sigri Víkings.
Igor Taskovic skoraði tvö í sigri Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimundur Níels skoraði í sigri FH.
Ingimundur Níels skoraði í sigri FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábært gengi Víkings í Peps-deildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið lagði Fram á útivelli.

Fyrirliðinn Igor Taskovic skoraði tvö mörk liðsins í 3-0 sigri. Tómas Guðmundsson skoraði það þriða seint í leiknum.

Víkingar, sem eru nýliðar í deildinni, hafa nú þegar unnið 8 leiki og situr liðið í 3. sæti eftir 13 umferðir.

Á sama tíma vann FH 2-0 sigur á Fylki á útivelli. Mörkin komu seint, en þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Emil Pálsson skoruðu báðir á síðustu 10 mínútum leiksins.

FH fór á toppinn á nýjan leik með sigrinum og hefur liðið tveggja stiga forystu á Stjörnuna.

Í Keflavík var nýi maðurinn Daði Bergsson hetja Valsara í 2-1 sigri á heimamönnum. Daði skoraði sigurmark Vals seint í leiknum og skaut um leið Val upp fyrir Keflavík í töflunni.

Viðtöl og umfjallanir koma fljótlega.

Fylkir 0 - 2 FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('80)
0-2 Emil Pálsson ('86)

Keflavík 1 - 2 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('42)
1-1 Einar Orri Einarsson ('71)
1-2 Daði Bergsson ('86)

Fram 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Igor Taskovic ('66)
0-2 Igor Taskovic ('78)
0-3 Tómas Guðmundsson ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner