Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 20:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Cristiano Ronaldo fór næstum til Birmingham
Ronaldo hefði eflaust staðið sig vel hjá Birmingham.
Ronaldo hefði eflaust staðið sig vel hjá Birmingham.
Mynd: Getty Images
Fyrrverandi eigandi Birmingham City, David Sullivan segir að Cristiano Ronaldo gékk næstum til liðs við Birmingham áður en hann fór til Manchester United.

Áður en Ronaldo fór til Real, var hann í sex ár hjá Manchester United þar sem hann kom frá Sportin Lisbon árið 2003.

Sullivan, fyrrverandi eigandi Birmingham, segist hafa boðið í leikmanninn en að lokum fór Ronaldo til Old Trafford.

,,Áður en hann fór til Manchester United, var okkur boðið hann á 6 milljónir punda en hann fór til United í staðin. Við vorum nálægt því að fá hann," sagði Sullivan.

,,Fólk efaðist hæfileika hans þegar hann fór til Manchester United. Hann var ekki stjarnan sem hann er nú."

Sullivan, einn af eigendum West Ham í dag, sagði einnig að Sam Allardyce vildi ekki fá Diafra Sakho til liðsins en hann er markahæsti maður liðsins.

,,Allardyce vildi ekki fá Sakho en ég sagði að við ættum að fá hann til okkar og taka áhættu. Án marka hans værum við ekki þar sem við erum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner