Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. desember 2014 16:41
Arnar Geir Halldórsson
Fellaini ekki með Man Utd á morgun
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, verður ekki með liðinu á morgun þegar liðsfélagar hans heimsækja Tottenham.

Fellaini hefur misst af síðustu tveim leikjum Man Utd en hann glímir við meiðsli í rifbeini, meiðsli sem hann hlaut í sigurleiknum gegn Liverpool.

Belginn stóri og stæðilegi hefur unnið sér sæti í byrjunarliðinu á þessu tímabili en mun væntanlega ekki snúa aftur fyrren í bikarleiknum gegn Yeovil um næstu helgi.

Luke Shaw, Daley Blind og Marcos Rojo eru allir að koma til baka eftir meiðsli og er búist við því að Shaw fái mínútur í leiknum á morgun en Adnan Januzaj verður væntanlega enn fjarverandi sökum veikinda. Þá er Angel Di Maria meiddur og óvíst hvenær hann snýr aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner