Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 27. desember 2014 11:44
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers: Balotelli er ekki til sölu
Rodgers er ekki í söluhugleiðingum
Rodgers er ekki í söluhugleiðingum
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, þvertekur fyrir það að Mario Balotelli muni yfirgefa félagið í janúar.

Ítalinn hefur átt erfitt uppdráttar á Anfield síðan hann kom frá AC Milan síðasta sumar og hefur verið orðaður við Roberto Mancini og félaga í Inter Milan.

Balotelli var keyptur á 16 milljónir punda en á enn eftir að skora deildarmark fyrir Liverpool. Rodgers segir það ekki koma til greina að losa sig við kappann og segir að það verði enginn seldur í janúar.

,,Ég hef ekki einu sinni hugsað út í það. Við höfum spilað marga leiki, í mörgum keppnum og á þessum tímapunkti er lykilatriði að halda hópnum saman." sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner