Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Hetjan Morata segist ekki hafa átt nógu góðan leik
Morata og félagar fagna marki hans í gær.
Morata og félagar fagna marki hans í gær.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Alvaro Morata var ansi harður við sjálfan sig eftir að hafa ksorað sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Spán í 1-0 sigri liðsins gegn Úkraínu í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi.

Þessi öflugi sóknarmaður Juventus var í byrjunarliðinu í keppnisleik í fyrsta skiptið og þakkaði fyrir með laglegu marki á 28. mínútu sem endaði á að tryggja Spánverjum stigin þrjú.

Sjálfur er Morata þó á því að hann hefði átt að gera betur í leiknum og var hann því ekkert allt of ánægður.

,,Ég vil halda áfram að spila leiki, en þetta var alls ekki minn besti leikur," sagði Morata við blaðamenn.

,,Ég hefði getað gert betur. Ég er ánægður því við unnum leikinn, en ég verð að vinna í mínum málum."

,,Ég get gert betur. Ég er ekki svona gagnrýninn á sjálfan mig, ég er bara raunsær. Ég hefði getað skorað tvö mörk."


Athugasemdir
banner
banner