Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. mars 2015 04:25
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Telur Aron, Gylfa og Kolbein bestu menn Íslands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Yuri Krasnozhan, þjálfari Kasakstan, og miðjumaðurinn Bauyrzhan Islamkhan sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í gærkvöldi. Þjálfarinn var þar spurður að því hvaða leikmenn Íslands þyrfti að hafa mestar gætur á.

Fyrst nefndi hann Gylfa Sigurðsson, svo að við værum með sterkan sóknarmann sem er hjá Ajax (Kolbeinn Sigþórsson) og fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson. Hann sagði að allir leikmenn Íslands væru á besta aldri sem fótboltamenn og framundan væri afar erfiður leikur.

„Ísland er með eitt best skipulagða lið riðilsins. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Við höfum verið mjög nálægt því að ná sigrum en vonandi kemur sá fyrsti í þessari undankeppni núna. Stuðningsmennirnir geta skipt sköpum til að hjálpa okkur að landa þremur stigum," sagði Krasnozhan.

Kasakar ætla að spila til sigurs og lofaði Islamkhan því að leikmenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja fram sigur.

Hann eins og aðrir leikmenn í landsliðshópi Kasakstan leikur í deildinni heima fyrir en mikill peningur er í deildinni og óþarfi fyrir leikmenn að leita út fyrir landsteinana.

Leikurinn í dag laugardag hefst 15:00 að íslenskum tíma en hitað verður upp fyrir hann milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7 þar sem útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskránni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner