Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. mars 2017 22:17
Kristófer Kristjánsson
Undankeppni HM: Messi-laus Argentína fór sneypuför til Bólivíu
Aðstoðardómarinn látinn heyra það
Aðstoðardómarinn látinn heyra það
Mynd: Getty Images
Bólivía 2 - 0 Argentína
1-0 Juan Arce ('31)
2-0 Marcelo Moreno ('52)

Bólivía nýtti sér heldur betur fjarveru Lionel Messi í kvöld og juku enn meira á eymd Argentínumanna með 2-0 sigri í La Paz í kvöld.

Messi var dæmdur í fjögurra leikja bann með landsliði Argentínu eftir að hafa látið aðstoðardómarann í leik Argentínu og Síle heyra það í síðustu viku.

Juan Arce kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Marcelo Moreno afgreiddi rimmuna snemma í þeim síðari en gestirnir komust aldrei á flug í leiknum og fara tómhentir heim.

Með tapinu féll Argentína niður í fimmta sæti riðilsins í undankeppninni í Suður-Ameríku en fjögur efstu liðin komast beint á HM í Rússlandi á meðan fimmta sætið fer í umspil.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner