Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júní 2016 08:52
Magnús Már Einarsson
Forsíða Verdens Gang á íslensku
Icelandair
Mynd: Twitter
„Já, við elskum þetta land," stendur stórum stöfum á forsíðu norska blaðsins Verdens Gang í dag.

Á forsíðunni má sjá Kára Árnason fagna eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í gær.

Verdens Gang hefur í áraraðir verið eitt stærsta blaðið í Noregi og þar á bæ taka menn þátt í gleðinni með Íslendingum.

Á forsíðunni segjast Norðmenn hafa verið ósáttur við að missa Íslendinga til Danmerkur árið 1397 en í dag séu allir Íslendingar.

Erlendir fjölmiðlar keppast um að fjalla um magnaðan sigur Íslands á Englandi og þar eru Norðurlöndin framarlega.

Forsíðu Verdens Gang má sjá hér til hliðar.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner