Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júní 2016 10:59
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hamann: Enska knattspyrnan er ofmetin
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Dietmar Hamann, sem eitt sinn lék með Liverpool, var ekkert að skafa af hlutunum eftir sigur Íslands gegn Englandi í gær.

Hamann var sérfræðingur í sjónvarpi og hann hafði skýringar á lélegu gengi enska landsliðsins.

Hann sagði meðal annars að enska úrvalsdeildin væri ofmetin og í besta falli í meðallagi. Jafnframt segir hann að Englendingar geri óraunhæfar væntingar á lið sitt einfaldlega vegna þess að áhuginn á ensku deildinni sé mikill.

Hann bætti því við að einungis örfáir leikmenn úr enska landsliðinu gætu spilað stórt hlutverk hjá stórliðum utan Englands.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner